Það var löngu kominn tími á að fagna vorinu hjá okkur félögunum þó svo að úti hafi ekki verið að sjá mikið vor en það var sumar í hjarta Búsetufrelsisfélaga þegar þeir hittust í Hraunborgum og það er það sem gildir á svona stundum. Segja má að þar hafi farið meira fyrir gæðum en magni af fólki sem mætti en ansi margir voru uppteknir og gátu ekki mætt en misstu af frábærum fagnaði.
Heiða Björk formaður fór í stuttu máli yfir þau verk sem stjórn hefur verið að vinna í og ljóst má vera að sveitarstjórn er ekki og hefur ekki áhuga á að leggja sitt að mörkum að leita lausna varðandi búsetu okkar fólks þrátt fyrir gefin loforð og þrátt fyrir að þau hafa ráð til þess en þau ætla bara ekki að nýta þau og því þarf að leita á ný mið. Ýmsar spurningar/tillögur voru ræddar og óvæntar lausnir á okkar málum komu frá “NO-member”.
Meðan beðið var eftir að matur yrði borinn fram þá spiluðum við bingó við mikinn fögnuð fréttaritara. Verslunin Borg gaf vinning og þökkum við versluninni innilega fyrir enda eigum við og viljum styðja verslun í héraði. Stjórnarkonur komu með nokkra vinninga og takk Heiða, Sandra, Áróra fyrir ykkar hlut. Bingóið varð hin mesta skemmtun og var létt yfir okkur, sumir röðuðu inn vinningum og deildu með öðrum.
Heiða hefur um langan tíma gengið með þá hugmynd í maganum að gera bók, örbók með stuttum sögum af fólki sem tók þá ákvörðun að búa í frístundahúsi og óskaði eftir að fólk sendi henni tölvupóst á busetufrelsi@busetufrelsi.is ef viðkomandi vildi deila sögu sinni, er það mat okkar stjórnarkvenna að þetta væri frábært innlegg í okkar baráttu sem myndi varðveitast því við erum jú brautryðjendur í þessum málum.
Maturinn var framreiddur á eftirminnanlegan hátt og höfðum við pínu gaman að ferlinu.
Eftirfarandi myndir fara í minningabókina og á þeim má sjá að þið sem ekki mættuð misstuð af miklum fögnuði sem verður endurtekinn á ári liðnu.


























Eftir velheppnaðan vorfagnað er stefnan bara að halda áfram í baráttu okkur fyrir réttlæti og viðurkenningu á rétti okkar til að nýta eignir okkar á þann veg sem mannréttindasáttmálinn kveður á um.
Takk kæru félagar fyrir komuna og munum að dreifa boðskapnum og munið örbókina…))))