Skip to content
Búsetufrelsi
Menu
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar
  • Lög félagsins
  • Stjórn
  • Fundargerðir
  • Um okkur
  • Innskráning
Menu
Stórfelldu malarnámi hafnað

Stórfelldu malarnámi hafnað

Posted on 12. maí, 2025

Hópur íbúa og sumarhúsaeigenda lagði sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þegar leyfi til námuvinnslu í Seyðishólum var fellt úr gildi. Við viljum ekki moka helsta kennileitinu burt til útlanda, segir einn þeirra.

Seyðishólar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Malarnáma. Rauðamöl. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar úr gildi.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt framkvæmdaleyfi um stórfellt malarnám í Seyðishólum í Grímsnesi. Þau sem kærðu leyfisveitingu sveitarstjórnarinnar segja það jafngilda eyðileggingu að moka stórum hluta úr einum hólanna burt og flytja til útlanda.

Samkvæmt framkvæmdaleyfinu mátti taka 33 þúsund rúmmetra á ári næstu 15 ár eða samtals 500 þúsund rúmmetra.

Guðrún Margrét Njálsdóttir íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi, ein þeirra sem kærðu, segist mjög ánægð með úrskurðinn: „Sigur er alltaf sætur. Við erum náttúrlega alveg sérstaklega ánægð með að það sem við höfum verið að berjast fyrir hafi verið viðurkennt.“

Seyðishólar er gígaröð og náman, sem framkvæmdaleyfið náði til, er við Kerhól sem er á náttúruminjaskrá. Tvær aðrar námur eru í Seyðishólum. Rauðamölin hefur meðal annars verið notuð í stíga og vegi í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Hópurinn sem kærði hefur áður haft betur gegn sveitarstjórninni hjá úrskurðarnefndinni því þetta er í annað sinn sem nefndin ógildir framkvæmdaleyfi.

„[Það er] leiðinlegt fyrir hreppinn að hafa fengið allar þessar ákúrur en við veltum okkur ekki upp úr því heldur bara fögnum sigri.“

Úrskurðarnefndin segir í úrskurði sínum á miðvikudaginn að ekki hafi verið í öllu gætt ákvæða skipulags- og náttúrverndarlaga og að sveitarstjórnin hafi ekki fullnægt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum.

Stórfelldu malarnámi hafnað„Bara það að ætla að moka 500 þúsund rúmmetrum upp úr hólum þýðir eyðilegging. Þetta er fallegast kennileitið okkar hérna í Grímsnesinu.“

Í úrskurðinum er bent á að í rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir því að brýna nauðsyn beri til áframhaldandi námuvinnuslu sé einkum vísað til hagsmuna af notkun efnisins innan sveitarfélagsins. Í greinargerð með framkvæmdaleyfinu komi hins vegar fram að meirihluta efnisins eigi að flytja úr landi.

„Við erum bara náttúrusinnar, það er bara þannig sko. Það er ungt fólk í sveitarstjórn. Þau eiga að gæta þess að halda í þetta fallega kennileiti okkar hér. Ekki fara að moka þessu burt fyrir einhvern einn einstakling.“

Í 72 ár, frá 1950, hafa verið teknir 450 þúsund rúmmetrar úr námunni án leyfis, segir Guðrún en 500 þúsund rúmmetrar á fimmtán árum sé of mikið. Þau sem kærðu eru þó ekki mótfallin því að áfram verði tekið hóflega úr námunni með leyfi:

„En alls ekki að fara í óhóflegan útflutning á rauðamöl. Þetta eru óafturkræfar skemmdir. Hann er alveg fallegur að mörgu leyti þessi rauðmalarveggur en við viljum ekki að það sé mokað burtu til útlanda,“ segir Guðrún Margrét Njálsdóttir, samkvæmt RUV.

Nýlegar fréttir

  • Aðalfundur Búsetufrelsis haldinn 11. maí 2025
  • Aðalfundargerð 11 mai 2025
  • Stórfelldu malarnámi hafnað
  • Aðalfundarboð 11. mai 2025
  • Kæru Búsetufrelsisfélagar

Íbúar með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggð – GOGG. Tilgangur félagsins er hagsmunagæsla fyrir íbúa i heilsárshúsum i frístundabyggðum í GOGG sem stefna að því að fá frístundahús sitt skráð lögformlega sem lögheimili og auka þannig á öryggi fólks og bæta réttarstöðu þess sem hingað til hefur verið skráð ótilgreint í húsi í GOGG. Tilgangur félagsins er jafnframt að stuðla að aukinni þátttöku fyrrgreindra íbúa í jákvæðri þróun nærsamfélagsins.

©2025 Búsetufrelsi |

Vefur: Draumavefir - Alvöru vefsíðugerð