Fundurinn var haldinn 18. maí 2022 í Hraunslóð 103, Kerhrauni í Grímsnesi og hófst kl 19:00
Í félagið eru gjaldgengir allir þeir sem búa allan ársins hring í heilsárshúsi sínu í frístundabyggð í GOGG.
Tíu íbúar komu saman til að stofna félag sem varðar hagsmuni félagsmanna gagnvart sveitarfélaginu og öðrum stjórnvöldum og til að vinna með GOGG að jákvæðri þróun samfélagsins með hugmyndavinnu.
Mættir.
Guðrún Margrét Njálsdóttir Kerhraun 103, Hraunslóð
Guðfinnur Traustason Kerhraun 103, Hraunslóð
Heiða Björk Sturludóttir Bjarkarbraut 26, Bjarkarborgir,
Þröstur Sverrisson Bjarkarbraut 26, Bjarkarborgir
Olga Viktoría Sigurðardóttir, Viðeyjarsundi 8, Hraunborgir
Ásdís Dröfn Einarsdóttir, Kallholt 9, Öndverðarnes
Kristinn Sæmundsson, Berjaholtslækur 5,
Fanney Pálsdótti Lambholt 8, Selhólshverfi
Elís Andes Hansson Lamboholt 8, Selhólshverfi
Davíð Karl Andrésson, Kerhraun B 122
Á fundinum var valið í hlutverk og eru þau eftirfarandi:
Formaður Heiða Björk Sturludóttir
Varaformaður Guðrún Margrét Njálsdóttir
Gjaldkeri Ásdís Dröfn Einarsdóttir
Meðstjórnandi Davíð Karl Andrésson
Fulltrúar félagsins í Samráðshópi með sveitarstjórn verða
Heiða Björk og Guðrún Margrét.
Málefni sem íbúar telja brýn og vilja vinna að:
- Samráðshópur með fulltrúum frá félaginu og sveitarfélaginu
- Fá að skrá lögheimilið í sitt heilsárshús í stað þess að vera skráð ,,Ótilgreind 805“
- Greiða lægri fasteignagjöld þar sem þjónusta við félagsmenn er minni en við aðra íbúa
- Að sveitarfélag haldi lista yfir íbúa í heilsárshúsum, nafn þeirra og staðsetningu þar sem um öryggismál er að ræða.
- Félagsmenn geti fengið póst sendan í pósthólf í sveitarfélaginu s.s. í pósthólf við verslunina Borg, sundlaugina, hreppsskrifstofuna eða í póstkassa sem komið væri fyrir fyrir utan sumarhúsahverfi.
- Tryggja réttindi félagsmanna gagnvart stjórnvöldum ss hvað varðar heimilisuppbót. Í dag eru eldri borgarar sem búa einir í heilsárshúsi í GOGG, krafðir um búsetuvottorð á hálfs árs fresti. Aðrir eldri borgarar eru ekki krafðir um búsetuvottorð.
- Eldri borgarar með búsetu í heilsárshúsi fái afslátt af fasteignagjöldum eins og aðrir eldri borgarar.
Davíð Karl fræddi fundargesti á því að hann hefði rætt við Karl Ágúst Kristjánsson fráfarandi sveitarstjóra í Kjósarhrepp í síma, sem tjáði honum að hann hafi nýlega sent bréf til nokkurra aðila s.s. Alþingis, Slökkviliðið í Reykjavík og Þjóðskrár þar sem óskað er eftir að íbúar í heilsárshúsum fái sér skráningu á sínu húsi í þjóðskrá. Slökkviliðsstjóri hefur þrýst mjög á um þetta mál. Karl mun senda félaginu þetta bréf fljótlega okkur til upplýsingar.
Fundi slitið 22:00 og fundargerð ritaði Heiða Björk Sturludóttir