Skip to content
Búsetufrelsi
Menu
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar
  • Lög félagsins
  • Stjórn
  • Fundargerðir
  • Um okkur
  • Innskráning
Menu
Sitja ekki hjá og þegja yfir ákvörðun sveitarstjórnar

Sitja ekki hjá og þegja yfir ákvörðun sveitarstjórnar

Posted on 29. nóvember, 2025

Urgur er meðal íbúa í frístundabyggð í Grímsnes- og Grafningshreppi, segir einn íbúanna. Sveitarstjórn ákvað í vikunni að setja stopp á alla skipulagsvinnu við frístundabyggð.

Lögmaður sem býr í frístundabyggð í Grímsnes- og Grafningshreppi lýsir efasemdum um að ákvörðun sveitarstjórnar um að setja skipulagsmál í frístundabyggð á bið standist lög.

Sveitarstjórnin í Grímsnes- og Grafningshreppi ákvað í vikunni að synja öllum nýjum deiliskipulagstillögum fyrir frístundabyggð, hvort sem er fjölgun frístundahúsalóða eða öðrum tillögum. Eins verður öllum tillögum um breytingar á aðalskipulagi sem varða frístundabyggð hafnað.

Fólki sem býr í frístundabyggð hefur fjölgað og Þjóðskrá hefur skráð það til heimilis í hreppnum án tilgreinds heimilisfangs. Deilur hafa staðið milli þeirra og sveitarstjórnar.

Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og íbúi í frístundabyggð, segir sérstakt að sveitarstjórn ákveði að synja öllum beiðnum frá tilteknum hluta íbúa sveitarfélagsins. Hún hafnar orðum sveitarstjórnar um að lögheimilaskráning skapi óvissu.

„Það er ekki um neina lagaóreiðu að ræða þegar maður skoðar þá úrskurði sem hafa gengið í málum þarna á milli.“

Lára undrast ákvörðun sveitarstjórnar.

„Mér sýnist þessi ákvörðun líka brjóta ákvæði sveitarstjórnarlaga þar sem sveitarfélög hafa skyldum að gegna gagnvart sínum íbúum.“

Lára segir óvíst hversu mikil áhrif þessi ákvörðun ein og sér hafi. Gjöldin sem lögð séu á íbúa í frístundabyggð séu í hærri kantinum og rukkað sérstaklega fyrir sorphirðu ofan á álögð fasteignagjöld. Hún segir talsverðan urg bæði í þeim sem eru skráðir til búsetu í frístundahús og þeim sem hafa lögheimili annars staðar en dvelja mikið í bústöðum sínum.

„Fólk situr ekki hjá og þegir þegar svona ákvarðanir eru teknar. Það er náttúrulega ekki hægt. Það verður einhvern veginn að leiða þessari sveitarstjórn það fyrir sjónir að hún hafi skyldum að gegna. Hún geti ekki ályktað eða samþykkt að svara ekki erindum af tiltekinni gerð um alla framtíð.“

Skipulagsvaldið liggi hjá sveitarfélögum og senda þurfi erindi til þeirra með beiðni um breytingar. Nú hafi sveitarfélagið ákveðið að svara slíkum beiðnum ekki, samkvæmt RUV.

Nýlegar fréttir

  • Sveitar­stjórn Gríms­nes- og Grafnings­hrepps neitar að vinna vinnuna sína
  • Sitja ekki hjá og þegja yfir ákvörðun sveitarstjórnar
  • Guðrún lét drauminn rætast og flutti alfarið í bústaðinn eftir starfslok – Upplifir sig sem annars flokks vegna framgöngu sveitarstjórnar
  • Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
  • Segja meirihluta í Grímsnes- og Grafningshreppi fara með fleipur

Íbúar með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggð – GOGG. Tilgangur félagsins er hagsmunagæsla fyrir íbúa i heilsárshúsum i frístundabyggðum í GOGG sem stefna að því að fá frístundahús sitt skráð lögformlega sem lögheimili og auka þannig á öryggi fólks og bæta réttarstöðu þess sem hingað til hefur verið skráð ótilgreint í húsi í GOGG. Tilgangur félagsins er jafnframt að stuðla að aukinni þátttöku fyrrgreindra íbúa í jákvæðri þróun nærsamfélagsins.

©2025 Búsetufrelsi |

Vefur: Draumavefir - Alvöru vefsíðugerð