Þetta er fyrsti félagsfundur hins nýja félags sem nú telur 41 skráðan félaga. Mætum öll!
Ræðum hagsmunamálin okkar yfir kaffi og kleinum og eigum góða kvöldstund 🥳
DAGSKRÁ:
1. Heiða Björk, formaður félagsins kynnir hið nýja félag.
2. Davíð meðstjórnandi, kynnir vef félagsins og þær upplýsingar sem þar er að finna
3. Á að taka upp félagsgjald? Í hvaða kostnaðarliði á félagsgjald að renna, hversu hátt o.s.frv.
4. Almenn umræða. Hvað brennur á íbúum heilsárshúsa í frístundabyggðum GOGG?
5. Önnur mál