Skip to content
Búsetufrelsi
Menu
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar
  • Lög félagsins
  • Stjórn
  • Fundargerðir
  • Um okkur
  • Innskráning
Menu
Íbúar frístundahúsa

Búsetufrelsi. Íbúasamtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggð í GOGG

Posted on 30. október, 2023

Nýlega boðaðar breytingartillögur innviðaráðherra á lögum um lögheimili og aðsetur valda svo ekki sé meira sagt miklum vonbrigðum. Í frumvarpinu virðist ekkert tillit vera tekið til þeirra ábendinga sem komið hafa fram frá Búsetufrelsi um áhyggjur þeirra af skilgreiningunni „Ótilgreint í húsi“ sem er leyfð hjá Þjóðskrá en farið að túlka sem ólöglega búsetu m.a. af hálfu frumvarpshöfunda.

Innviðaráðherra er vel kunnugt um þann gríðarlega fjölda frístundahúsa í Grímsnes- & Grafningshreppi og erindi Búsetufrelsis til sveitarstjórnar um að koma að lausn þess vanda sem fólk upplifir sem velur að vera íbúar í Grímsnes- & Grafningshreppi og greiðir skatta sína og skyldur til sveitarfélagsins sem löglegir íbúar. Í nýlegri skýrslu ráðuneytisins kemur fram að rúmlega 1/5 hluti allra frístundahúsa á landinu er að finna í þessu sveitarfélagi.

Fjöldi fólks býr í frístundahúsi sínu allt árið um kring án skráningar í hreppnum. Það frestar sölu íbúða sinna á höfuðborgarsvæðinu von úr viti til að geta skráð lögheimili sitt einhvers staðar.

Búsetufrelsi hefur ítrekað bent á alla þá þætti er lúta að öryggi fólks, réttindum fólks og ókostunum við það eitt að búa þar sem enginn veit hvar það er. Það eru mannréttindi að fá að búa þar sem heimili manns er en mannréttindabrot að vera gert að greiða sömu skatta og skyldur eins og um íbúðarhús væri að ræða og fá ekki það sama fyrir.

Það er mat stjórnar Búsetufrelsins að ráðamenn geti ekki hunsað þá búsetubreytingu sem hefur orðið hér á landi á síðustu árum, enda fyrirmyndir að slíkri búsetu að finna um allan heim.

Búsetufrelsi skorar á innviðaráðherra að bæta réttindi fólks sem velur þetta búsetuform um leið og farið er í lagfæringar á sömu löggjöf vegna aukinna brunavarna.

Nýlegar fréttir

  • Aðalfundur Búsetufrelsis haldinn 11. maí 2025
  • Aðalfundargerð 11 mai 2025
  • Stórfelldu malarnámi hafnað
  • Aðalfundarboð 11. mai 2025
  • Kæru Búsetufrelsisfélagar

Íbúar með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggð – GOGG. Tilgangur félagsins er hagsmunagæsla fyrir íbúa i heilsárshúsum i frístundabyggðum í GOGG sem stefna að því að fá frístundahús sitt skráð lögformlega sem lögheimili og auka þannig á öryggi fólks og bæta réttarstöðu þess sem hingað til hefur verið skráð ótilgreint í húsi í GOGG. Tilgangur félagsins er jafnframt að stuðla að aukinni þátttöku fyrrgreindra íbúa í jákvæðri þróun nærsamfélagsins.

©2025 Búsetufrelsi |

Vefur: Draumavefir - Alvöru vefsíðugerð