Skip to content
Búsetufrelsi
Menu
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar
  • Lög félagsins
  • Stjórn
  • Fundargerðir
  • Um okkur
  • Innskráning
Menu
Áhugaverð samantekt Láru V. Júlíusdóttir frá aðalfundi

Áhugaverð samantekt Láru V. Júlíusdóttir frá aðalfundi

Posted on 20. apríl, 2024

Langstærsta frístundabyggð landsins

  • Árið 2022 voru skráð á landinu öllu tæplega 15.000 frístundahús
  • Þar af í Grímsnes- og Grafningshreppi einum 3.266 frístundahús
  • Tæp 22% allra frístundahúsa á landinu í hreppnum.
  • Meðalstærð frístundahúsa hefur á sl. 20 árum stækkað úr tæpum 60 fermetrum í tæpa 100
    fermetra.
  • (Grænbók um landsskipulagsstefnu, greinargerð)

Stefna GOGG að banna fasta búsetu í frístundabyggð

  • Í aðalskipulagi hreppsins segir í gr. 3.1.2: Föst búseta í frístundabyggð er bönnuð.
  • Rökin: Þéttleiki lóða og stærð fellur illa að skilgreiningu landbúnaðar lands L3 eða smábýla.
    Núverandi stefnumörkun sveitarfélagsins býður ekki upp á að mögulegt sé að breyta
    frísundalóðum í íbúðalóðir.
  • Þetta er svo margítrekað af sveitarstjóra og meirihluta hreppsnefndar í bréfum, viðtölum og úrskurðum. (Viðtal í Mbl. 9/11 ́23 Iða Marsibil Jónsdóttir)

Hefðbundinn búskapur að mestu aflagður í hreppnum

  • Rúmlega 90 lögbýli skráð, ekki öll byggð
  • Einhver fjárbúskapur á 16 bæjum
  • Hross á 14 bæjum
  • Kýr á 3
  • Nautgripir á 2
  • Svín á 2
  • Fiskeldi, og loðdýrabú á 1 bæ hvort
  • Garðyrkjustöðvar á 3 bæjum

Lægsta útsvar á landinu

Hæstu fasteignaskattar á landinu

  • Útsvarsprósentan í GOGG er 12,44%.
  • GOGG er einn þriggja hreppa á landinu með svo lága prósentu. Hinir eru
    Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur
  • Í Reykjavík er útsvarið 14,74%
  • Fasteignaskattar í A flokki mega skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga ekki vera hærri
    en 0,5%.
  • Í GOGG voru þeir árið 2022 0,47%. Í Reykjavík er fasteignaskattur 0,18%
  • Einungis íbúar með heimilisfang á fasteign eiga kost á lækkun fasteignagjalda vegna lágra
    tekna í GOGG

Fasteignaskattar af frístundahúsum 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins

  • Aðaltekjur GOGG eru fasteignagjöld, um 70% af ráðstöfunartekjum ársins 2022, eða 663 m.
  • Hluti fasteignagjalda er vegna virkjana í Sogi, eða 220 m.
  • Fasteignaskattar vegna íbúðarhúsnæðis og frístundahúsa, A flokki eru samtals 432 m.
  • Fasteignaskattar af sumarbústöðum eru 383 m, sem eru tæplega 89% af öllum fasteignasköttum í A flokki

Engin íbúaskrá um raunverulega íbúa í GOGG

  • Fjöldi fólks býr stóran hluta árs í GOGG, nokkur hópur býr ekki annars staðar. Einhverjir dvelja erlendis hluta ársins.
  • Um 70 einstaklingar eru nú skráðir óstaðsettir í hús
  • Með synjun á lögheimilisskráningu er engin skrá til um raunverulega búsetu.
  • Slökkvilið, lögregla eða almannavarnir hafa ekki slíkar skrár.
  • Óskráðir í hús geta ekki sótt neina þjónustu til sveitarfélagsins s.s. snjómokstur, sorphirðu, styrkja til vegalagningar o.fl.
  • Óskráðir í hús njóta heldur ekki póstþjónustu, greiða hærri tryggingar, fá ekki fyrirgreiðslu í bönkum o.fl.

Starfshópur til rannsóknar á ólöglegri búsetu

  • Innviðaráðherra skipaði árið 2022 starfshóp til rannsóknar um skráningu ótilgreint í hús.
  • Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG, Iða Marsibil Jónsdóttir.
  • Hlutverk hópsins „að greina gróflega hvar einstaklingar skráðir ótilgreint í hús væru búsettir“ og„hvort verið væri að misnota lögheimilislög til að auðvelda einstaklingum ólöglega búsetu, t.d. í frístundabyggð“
  • Starfshópurinn synjaði Búsetufrelsi um viðtal. Hlutverk hópsins væri að rannsaka brot.
    Bent á heimasíðu ráðuneytisins ef athugasemdir væru einhverjar.
  • Spyrja má um valdheimildir innviðaráðherra til rannsókna lögbrota, hvort ekki sé verið
    að fara inn á valdsvið lögreglu og saksóknara, en ekkert hefur heyrst frekar frá þessum
    hópi.

Fordæmi um aðra framkvæmd, ákvæði lögheimilislaga

  • Mörg fordæmi eru fyrir því að óskir um rétt til búsetu í frístundahúsi hafi verið
    samþykktar, s.s. vegna nálægðar við þjóðveginn.
  • Synjun byggir á vafasamri túlkun lögheimilislaga:
    Þar segir m.a. að lögheimili sé sá staður þar sem einstaklingur hefur fasta búsetu. Ekki sé heimilt að eiga lögheimili á Íslandi á fleiri en einum stað í senn.
    Við yfirferð ákvarðana sveitarstjórnar um hvað er breyting og hvað óveruleg breyting virðist tilviljun ein ráða.

Lögheimili er sá staður þar sem einstaklingur hefur fasta búsetu. Ekki er heimilt að eiga lögheimili á Íslandi á fleiri en einum stað í senn. Óheimilt er að eiga lögheimili á Íslandi eigi viðkomandi lögheimili erlendis.
Með fastri búsetu er átt við þann stað þar sem einstaklingur hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og er svefnstaður hans þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna náms, orlofs, vinnuferða, veikin

Jafnræðisreglur þverbrotnar

Með afneitun hreppsyfirvalda á búsetu í GOGG brjóta þau freklega jafnræðisreglur
stjórnsýslunnar. Sjá 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993:

Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti.
Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.

Hvað svo ?

  • Skipulag sveitarfélags hlýtur að vera málefni íbúa þess. Þeir sem þar búa ráða því hvernig skipulagið er.
  • Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps gott plagg. Í forsendum og umhverfisskýrslu skipulagsins hvergi minnst á nauðsyn þess að leyfa ekki lögheimili í frístundabyggð.
    Afstöðu meirihluta sveitarstjórnar verða íbúar að breyta
  • Með því að láta í sér heyra
  • Gera má ráð fyrir að áfram verði málum fylgt eftir í kæruferli, fyrir dómstólum og erindum til umboðsmanns alþingis.

Takk fyrir

Lára V. Júlíusdóttir hrl.
520 1050
lara@LL3.is

Nýlegar fréttir

  • Aðalfundur Búsetufrelsis haldinn 11. maí 2025
  • Aðalfundargerð 11 mai 2025
  • Stórfelldu malarnámi hafnað
  • Aðalfundarboð 11. mai 2025
  • Kæru Búsetufrelsisfélagar

Íbúar með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggð – GOGG. Tilgangur félagsins er hagsmunagæsla fyrir íbúa i heilsárshúsum i frístundabyggðum í GOGG sem stefna að því að fá frístundahús sitt skráð lögformlega sem lögheimili og auka þannig á öryggi fólks og bæta réttarstöðu þess sem hingað til hefur verið skráð ótilgreint í húsi í GOGG. Tilgangur félagsins er jafnframt að stuðla að aukinni þátttöku fyrrgreindra íbúa í jákvæðri þróun nærsamfélagsins.

©2025 Búsetufrelsi |

Vefur: Draumavefir - Alvöru vefsíðugerð