Aðalfunduinn var haldinn í félagsheimilinu Borg og hófst kl. 19:00, á fundinn mættu milli 50-60 manns bæði félagsmenn og aðrir og í dag þann 15. apríl 2024 eru 92 félagsmenn.
Heiða Björk Sturludóttir bauð fundargesti hjartanlega velkomna og stakk upp á Guðfinni Traustasyni sem fundarstjóra sem var samþykkt og að því loknu var farið í formlega aðalfundardagskrá.
Ný stjórn var kosin á fundinum:
Valdimar Óskarsson, formaður, Sandra Gunnarsdóttir og Guðrún Njálsdóttir
Lára V. Júlíusdóttir flutti fróðlegt erindi og sýndi glærur og ljóst var að margt kom þar fram sem vakti áhuga fundarmanna. Aðalfundargerð og glærur frá Láru V. verða send í tölvupósti til félagsmanna.
Eftir að formlegri aðalfundardagskrá lauk hófst gagnleg umræða um málefni frístundaeigenda í heilsárshúsum.
Eins og kemur hér fram að ofan þá hætti Heiða Björk Sturludóttir sem formaður félagsins og færa félagsmenn henni þakkir fyrir.
Búsetufrelsi mun halda áfram að vinna í málefnum okkar, samskipti við sveitarstjórn, lögheimilismál, málum er snúa að gjaldtöku o. fl.
Neðangreindar myndir eru frá aðalfundi:













