Aðalfundur Íbúasamtaka fólks með búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes og Grafningshreppi.
Fyrstai aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 2. mars kl. 19:00 í Félagsheimilinu að Borg.
Dagskrá
1. Fundur settur – val á fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Framlagning ársreiknings
4. Kosning formanns kosinn til eins árs
5. Kosning nýrra stjórnarmanna – tveir til tveggja ára
6. Kosning endurskoðanda
7. Kynning á framkvæmdagjaldi – lagt fram til samþykktar
8. Félagsgjald lagt fram til samþykktar
9. Önnur mál
1. Breytingar á nafni og samþykktum félagsins
2. Önnur málefni sem félagsmenn vilja bera upp
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á fundinn og leggja orð í belg en eingöngu þeir félagar sem hafa tekið hið mikilvæga skref að skrá lögheimili sitt í hreppnum, Ótilgreint, 805 Grímsnes og Grafningshreppur hafa kjörgengi og kosningarétt. Mikilvægt er að sem flestir mæti til að við fáum sem raunsannasta mynd af fjölda þeirra sem eiga sitt aðalheimili í heilsárshúsi sínu.
Félaga er heimilt að veita öðrum fulltrúa umboð til að sækja aðalfund og fara með atkvæðisrétt sinn gegn skriflegu, dagsettu umboði.
Fyrir liggur tillaga stjórnar til breytinga á nafni félagsins og samþykktum félagsins. Þær tillögur og nánari skýringar stjórnar fylgja formlegri boðun á fundinn og má sjá í sér skjali sem sent er sem viðhengi á netfang allra með þessu fundarboði.
Fjölmennum og sýnum samtakamátt okkar!
Léttar veitingar í boði.