Skip to content
Búsetufrelsi
Menu
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar
  • Lög félagsins
  • Stjórn
  • Fundargerðir
  • Um okkur
  • Innskráning
Menu
Aðalfundarboð 11. Mai 2025

Aðalfundarboð 11. mai 2025

Posted on 16. apríl, 2025

Aðalfundur Búsetufrelsis, íbúasamtaka fólks með búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes og Grafningshreppi.

Aðalfundurinn verður haldinn sunnudaginn 11. maí kl. 15:00 í Félagsheimilinu að Borg.

Dagskrá:

  1. Fundur settur – val á fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Framlagning ársreiknings
  4. Kosning formanns – kosinn til eins árs
  5. Kosning tveggja stjórnarmanna – annar til tveggja ára, hinn til eins árs
  6. Kosning skoðunnarmanns reikninga og varamanns
  7. Félagsgjald lagt fram til samþykktar
  8. Önnur mál

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á fundinn og leggja orð í belg en eingöngu þeir félagar sem hafa tekið hið mikilvæga skref að skrá lögheimili sitt í hreppnum, Ótilgreint, 805 Grímsnes og Grafningshreppur hafa kjörgengi og kosningarétt.

Mikilvægt er að sem flestir mæti til að við fáum sem raunsönnustu mynd af fjölda þeirra sem eiga sitt aðalheimili í heilsárshúsi sínu.

Félaga er heimilt að veita öðrum umboð til að sækja aðalfund og fara með atkvæðisrétt sinn gegn skriflegu og dagsettu umboði.

Fjölmennum og sýnum samtakamátt okkar!

Léttar veitingar í boði.

Nýlegar fréttir

  • Aðalfundur Búsetufrelsis haldinn 11. maí 2025
  • Aðalfundargerð 11 mai 2025
  • Stórfelldu malarnámi hafnað
  • Aðalfundarboð 11. mai 2025
  • Kæru Búsetufrelsisfélagar

Íbúar með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggð – GOGG. Tilgangur félagsins er hagsmunagæsla fyrir íbúa i heilsárshúsum i frístundabyggðum í GOGG sem stefna að því að fá frístundahús sitt skráð lögformlega sem lögheimili og auka þannig á öryggi fólks og bæta réttarstöðu þess sem hingað til hefur verið skráð ótilgreint í húsi í GOGG. Tilgangur félagsins er jafnframt að stuðla að aukinni þátttöku fyrrgreindra íbúa í jákvæðri þróun nærsamfélagsins.

©2025 Búsetufrelsi |

Vefur: Draumavefir - Alvöru vefsíðugerð