Skip to content
Búsetufrelsi
Menu
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar
  • Lög félagsins
  • Stjórn
  • Fundargerðir
  • Um okkur
  • Innskráning
Menu

Erindi til sveitastjórnar varðandi samráðshóp

Posted on 19. mars, 2023

Kannski vita það ekki allir en í aðdraganda sveitastjórnakosninga þá buðu bæði framboðin upp á fundi með frístundaíbúum sem leiddu til þess að bæði framboð lofuðu stofnun samráðshóp. Flestir vita niðurstöðu kosninganna og því var sent inn neðangreint erindi til sveitastjórnar sem hafnaði síðan samhljóða stofnun þessa hóps sem olli félagsmönnum miklum vonbrigðum enda mikill áhugi okkar að vinna að hagsmunamálum íbúa í heilsárshúsum og láta gott af okkar leiða í GOGG.

Gögn:
Erindið, svör sveitastjórnar og fundargerði í aðdraganda kosninga

ERINDIÐ:

Stjórn íbúasamtakanna Örugg búseta óskar eftir því að sveitastjórn stofni samráðshóp hið fyrsta, til að vinna að hagsmunamálum íbúa í heilsárshúsum í GOGG, eins og um var rætt á kosningafundum með báðum framboðslistum í maí síðastliðinn.

Slíkur samráðshópur myndi vinna að lausnum á ýmsum vandkvæðum sem eru á búsetu í heilsárshúsum, en nú eru a.m.k. 50 íbúar sem hafa fasta búsetu í heilsárshúsunum sínum og þeim fer fjölgandi. Íbúar í heilsárshúsum sem hafa flutt lögheimilið sitt í ótilgreint hús í GOGG eru nokkrir tugir sem gefur sveitarfélaginu talsverðar fjárhæðir í formi útsvars.
Það hljóta að vera hagsmunir sveitarfélagsins að hafa yfirlit yfir íbúa sína bæði öryggisins vegna að auki við þá staðreynd að því heildstæðara og samþættara sem samfélagið er, þeim mun minni árekstrar og aukin ánægja íbúa. Samtökin Örugg búseta geta verið sveitarfélaginu til aðstoðar við að ná utan um þessa ósýnilegu íbúa, því félagið heldur skrá yfir búsetu þeirra og getur komið til þeirra upplýsingum.

Þessi samvinna myndi rýma vel við áherslur í umhverfismálum, því heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til sjálfbærrar þróunar, leggja áherslu á samvinnu sveitarfélags og íbúa og að öllum íbúum verði kleift að taka þátt í félagsmálum og stjórnmálum og leggja þannig sitt á vogarskálarnar í sínu nærumhverfi. Í verkfærakistu til sveitarfélaga til að auðvelda þeim innleiðingu heimsmarkmiðanna, er lögð áhersla á samvinnu við félög og hópa innan sveitarfélagsins.
Sveitarfélag eru byrjuð að innleiða heimsmarkmiðin inn í stefnu sína og stjórnsýslu og sum eru komin vel í gang eins og Kópavogur. Með samráðshópi væri Grímsnes – og grafningshreppur að taka skref til aukinnar sjálfbærni í sveitarfélaginu með auknu samráði við íbúa.

Fyrir hönd stjórnar Öruggrar búsetu. Íbúasamtaka fólks með búsetu í frístundahúsum Grímsnes – og Grafningshrepps. Heiða Björk Sturludóttir

E listi fundargerð


G listi fundargerð

Nýlegar fréttir

  • Aðalfundur Búsetufrelsis haldinn 11. maí 2025
  • Aðalfundargerð 11 mai 2025
  • Stórfelldu malarnámi hafnað
  • Aðalfundarboð 11. mai 2025
  • Kæru Búsetufrelsisfélagar

Íbúar með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggð – GOGG. Tilgangur félagsins er hagsmunagæsla fyrir íbúa i heilsárshúsum i frístundabyggðum í GOGG sem stefna að því að fá frístundahús sitt skráð lögformlega sem lögheimili og auka þannig á öryggi fólks og bæta réttarstöðu þess sem hingað til hefur verið skráð ótilgreint í húsi í GOGG. Tilgangur félagsins er jafnframt að stuðla að aukinni þátttöku fyrrgreindra íbúa í jákvæðri þróun nærsamfélagsins.

©2025 Búsetufrelsi |

Vefur: Draumavefir - Alvöru vefsíðugerð