Skip to content
Búsetufrelsi
Menu
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar
  • Lög félagsins
  • Stjórn
  • Fundargerðir
  • Um okkur
  • Innskráning
Menu
Óttast að fólk skrái sig í sumarbústaði til að hafa áhrif á kosningar

Óttast að fólk skrái sig í sumarbústaði til að hafa áhrif á kosningar

Posted on 23. október, 2025

Lýðræðislegur grundvöllur kosninga er orðinn óljós ef fólk er hvatt til að breyta lögheimili til að hafa áhrif á kosningaúrslit, segir meirihluti sveitarstjórnar í Grímsnesi. Sveitarstjórn getur ekki látið breyta lögheimilisskráningu, segir lögmaður.

Meirihlutinn í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps segir að frístundahúsaeigendur hafi verið hvattir til að skrá sig með lögheimili í sveitarfélaginu til að hafa áhrif í næstu sveitarstjórnarskosningum, jafnvel þótt fólkið búi ekki raunverulega í sveitarfélaginu.

Þetta segja Ása Valdís Árnadóttir oddviti, Björn Kristinn Pálmarsson varaoddviti og Smári Bergmann Kolbeinsson, í aðsendri grein á Vísi í dag. Þau segja að í umræðum á samfélagsmiðlum sé fólk ekki aðeins hvatt til að breyta lögheimili sínu heldur fylgi þeim jafnvel hagnýtar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera slíkt.

Sveitarfélagið gat ekki krafist látið flytja lögheimili fólks

Sama dag og grein þremenninganna birtist á Vísi birtist grein í Morgunblaðinu. Þar fjallar Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður um deilur um skráningu fólk í frístundaheimili í hreppnum.

Í grein hennar kemur fram að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafi beðið Þjóðskrá um að fella niður lögheimilisskráningu allra þeirra frístundahúsaeigenda sem skráðir eru með ótilgreint heimilisfang í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þessu hafi hins vegar Þjóðskrá og dómsmálaráðuneytið hafnað og sagt að sveitarfélagið gæti ekki beitt sér fyrir slíku.

Verið að spila með traustið

Ása, Björn og Smári buðu öll fram á E-lista óháðra lýðræðissinna í síðustu sveitarstjórnarkosningum og eru í meirihluta. Þau taka þó fram í greininni að þau bjóði sig ekki fram aftur og því snúi umfjöllun þeirra ekki að því að halda í völd.

„Þegar fólk er hvatt til að breyta skráningu sinni tímabundið til að hafa áhrif á kosningar, án þess að hafa fasta búsetu hér, þá er verið að spila með traustið sem lýðræðið byggir á. Lýðræði er ekki leikur. Það er samkomulag okkar allra um að virða reglurnar og bera ábyrgð á samfélaginu sem við erum hluti af.“

Hvorki í anda laga né samfélagslegrar samstöðu

Sveitarstjórnarfulltrúarnir þrír segja að þegar fólk sé hvatt til að skrá sig tímabundið í sveitarfélag til að kjósa og jafnvel skrá sig til baka eftir kosningar sé verið að nýta kerfið á hátt sem geti raskað trausti og jafnvægi í kosningum.

„Þegar hópur fólks er hvattur til að breyta skráningu sinni eingöngu til að hafa áhrif á kosningaúrslit, án þess að hafa raunverulega búsetu eða ábyrgð á samfélaginu, þá er lýðræðislegur grundvöllur kosninga orðinn óljós. Það er hvorki í anda kosningalaga né í anda samfélagslegrar samstöðu.“ samkvæmt RUV

Nýlegar fréttir

  • Sveitar­stjórn Gríms­nes- og Grafnings­hrepps neitar að vinna vinnuna sína
  • Sitja ekki hjá og þegja yfir ákvörðun sveitarstjórnar
  • Guðrún lét drauminn rætast og flutti alfarið í bústaðinn eftir starfslok – Upplifir sig sem annars flokks vegna framgöngu sveitarstjórnar
  • Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
  • Segja meirihluta í Grímsnes- og Grafningshreppi fara með fleipur

Íbúar með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggð – GOGG. Tilgangur félagsins er hagsmunagæsla fyrir íbúa i heilsárshúsum i frístundabyggðum í GOGG sem stefna að því að fá frístundahús sitt skráð lögformlega sem lögheimili og auka þannig á öryggi fólks og bæta réttarstöðu þess sem hingað til hefur verið skráð ótilgreint í húsi í GOGG. Tilgangur félagsins er jafnframt að stuðla að aukinni þátttöku fyrrgreindra íbúa í jákvæðri þróun nærsamfélagsins.

©2025 Búsetufrelsi |

Vefur: Draumavefir - Alvöru vefsíðugerð