Við sem búum í Ótilgreindu höfum mörg hver rekið okkur á vegg í samskiptum við Creditinfo.
Um mitt ár 2023 hafði ég samband við Persónuvernd út af þessari mismunun Creditinfo og fékk þar skýra niðurstöðu að fyrirtækið gæti ekki neitað okkur um lánshæfismat.
Niðurstaða Persónuverndar var eftirfarandi:
Persónuvernd setur það ekki sem skilyrði að einstaklingur sé með skráð lögheimili til þess að fjárhagsupplýsingastofu sé heimilt að vinna persónuupplýsingar um hann.
Samkvæmt 15. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, skal starfræksla fjárhagsupplýsingastofa og vinnsla upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga og lögaðila, þ.m.t. vanskilaskráning og gerð lánshæfismats, í því skyni að miðla þeim til annarra, bundin leyfi Persónuverndar.
Í dag er einungis eitt slíkt fyrirtæki starfrækt og það er Creditinfo Lánstraust hf.
Í 3. gr. leyfisskilmálanna er fjallað um gerð skýrslna um lánshæfi einstaklinga. Persónuvernd gerir ekki þá kröfu að einstaklingur sé með skráð lögheimili. Gert er ráð fyrir að hinum skráða sé veitt fræðsla um gerð skýrslu um lánshæfi á skráð lögheimili, en einnig má veita aðgang á öruggu, aðgangsstýrðu vefsvæði, t.d. í heimabanka.
Svarbréf frá yfirlögfræðingi Creditinfo barst mér svo stuttu síðar eftir að hafa sent þeim þessar upplýsingar frá Persónuvernd.
Neðangreint eru einnig leiðbeiningar fyrir okkur sem erum skráð Ótilgreind og óskum eftir lánshæfismati:
Það er sjálfsagt mál að reikna á þig lánshæfismat. Það væri best að þú færir inn á síðuna mitt.creditinfo.is og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Þar ferðu neðst á síðuna og ýtir á hnappinn ,,Hafa samband‘‘ og við tökum svo málið áfram hjá okkur og látum þig vita.
Láttu mig endilega vita ef þú lendir í einhverjum vandræðum.
kv.
Vilhjálmur Þór Svansson
Yfirlögfræðingur
Mikilvægt að hafa að huga að benda bönkum og öðrum lánastofnunum sem leita til Creditinfo að þeim beri að veita okkur lánshæfismat.
Samantekt: Þröstur Sverrisson.