Aðalfundur Búsetufrelsis, íbúasamtaka fólks með búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes og Grafningshreppi.
Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 10 apríl kl. 19:00 í Félagsheimilinu að Borg.
Dagskrá
1. Fundur settur – val á fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Framlagning ársreiknings
4. Kosning formanns – kosinn til eins árs
5. Kosning nýrra stjórnarmanna – tveir til tveggja ára
6. Kosning skoðunnarmanns reikninga og varamanns
7. Kynning á framkvæmdagjaldi – lagt fram til samþykktar
8. Félagsgjald lagt fram til samþykktar
9. Önnur mál
a. Það sem áunnist hefur
b. Næstu skref
c. Önnur málefni sem félagsmenn vilja bera upp
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á fundinn og leggja orð í belg en eingöngu þeir félagar sem hafa tekið hið mikilvæga skref að skrá lögheimili sitt í hreppnum, Ótilgreint, 805 Grímsnes og Grafningshreppur hafa kjörgengi og kosningarétt.
Mikilvægt er að sem flestir mæti til að við fáum sem raunsannasta mynd af fjölda þeirra sem eiga sitt aðalheimili í heilsárshúsi sínu.
Félaga er heimilt að veita öðrum fulltrúa umboð til að sækja aðalfund og fara með atkvæðisrétt sinn gegn skriflegu, dagsettu umboði.
Fjölmennum og sýnum samtakamátt okkar!
Léttar veitingar í boði.